þriðjudagur, maí 24

Frumbyggjar

Maddaman ætlaði eiginlega ekki að blogga fyrr en nýja talvan væri komin í hús. En þrátt fyrir að madddaman hefði mikil útispjót í dag þá tókst það ekki! Maddaman er óskaplega þreytt á að leika Pollýönnu um þessar mundir og óskar sér að vera horfin til frumbyggja sem ekki eru plagaðir af vestrænum lifnaðarháttum og gerfiþörfum hverskonar. Maddaman gæti hugsað sér að gegna einhverri virðingarstöðu hjá ættbálknum til dæmis að vera með veðurhorfurnar á hreinu eða eitthvað! Þetta er þó sennilega staða sem ekki er hægt að sækja um frekar en að verða páfi. Maddaman vonar bara að það verði netsamband hjá ættbálknum......

Engin ummæli: