miðvikudagur, maí 25

Jómfrúarbloggið.....

Fyrsta bloggið á nýju tölvu á maddömunnar! Maddaman ætlar að þreyta lesendur sínar með að útmála hverslags bras þetta hefur verið og gefur ykkur örlítið tóndæmi.
Mánudagur, maddaman fer í búð í nágrenninu í fyrradag og ætlar að kaupa tölvuna. Talvan ekki til. Kemur sennilega á miðvikudaginn, maddaman búin að læra af samskiptum sínum við þessa þjóð að þá kemur talvan örugglega ekki fyrr en í næstu viku ef ekki bara aldrei! Maddömu ráðlagt að beina viðskiptum sínum annað. Maddama fer í gær á annan stað eftir að hafa símað og kynnt sér að gripurinn sé til þar og spurt hvort móttekið sé Visa-kort, mikil gleði brýst út hjá madömunni, það er gleði sem að víst mátti spara sér. Þegar komið er á staðinn getur búðin ekki móttekið þar til gert alþjóðlegt Visa kort af því að þar er ekki til posi!!!! Benda maddömunni á að beina viðskiptum sínum annað! Dagur 3 hjá Skrámi og maddömunni hefði eiginlega átt að byrja með viskí af fenginni reynslu. Maddaman kynnir sér hvort að umrædd talva sé komin á stað númer eitt, af því í dag er miðvikudagur. Talva ekki komin og kemur kannski á föstudaginn! Maddömu boðið að kaupa sýningareintak á fullu verði sem að allir rónar bæjarins eru búnir að þukla og hnerra yfir. Maddaman afþakkar það hljóðlega! Þá er þriðji staðurinn þefaður uppi og þar leynist eitt eintak og þar eru til posar og allar hugsanlegar leifar tæknibyltingarinnar leynast í bakherberginu! Maddaman mætir galvösk með kortið og passann og fjölskyldualbúmið nánast til að gera grein fyrir sér. Upphefjast nú þvílíkar hringingar að maddaman telur að það hefði jafnvel verið auðveldara að ná samband við geimskip en við danska visakortfyrirtækið. Pilturinn kemur úr símanum og tilkynnir maddömunni að það sé ekki heimild fyrir þessu bruðli og hún verði að biðja bankann um að liðka til fyrir því. Maddaman gerir það og bankinn setur heimildina í nánast óendanlegt til að liðka fyrir þessu.
Aftur fer maddaman til piltsins og enn afþakkar danska þjóðin þessar íslensku spírur. Pilturinn léttir ekki lund maddömunnar með því að tjá henni að það hafi alltaf verið nóg heimild á kortinu, það sé eitthvað annað að. Það er nefnilega það. Maddaman vill fá að vita hvað það er en það er ekki hægt því að dönsk þjónustulund finnst ekki!!! Maddaman heyrir þá í skólabróðurlandsbankafulltrúanum í 3 skipti þennan daginn og hann lætur vekja forstjóra Visa Island til að létta á einhverjum varnarmálasáttmála við Danmörku! Forstjórinn gerir það með fullan munnin af smoothie og öðru heilsufæði og enn fer maddaman á stúfana í búðinni.
Allt er þegar þrennt er og nú er ekki hægt að komast undan þessum viðskiptum við maddömuna. Hún neitar hins vegar að kaupa af þeim ýmsan óþarfa sem að þeir telji að hún hafi þörf fyrir eins og þráðlausar mýs og töskur og ýmislegt dót!! Maddaman telur þetta vera mjög lýsandi um hvernig það er að eiga viðskipti við dönsku þjóðina. En hvað um það talvan er komin í hús þannig að nú er hægt að bretta upp ermarnar!!!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú ert snillingur... hahahhaahah....!!!!!

RT

Nafnlaus sagði...

Til hamingju Skrámur, gott að þú berð íslenska þrjósku innanborðs. Skemmtilegra á að hlýða en í að lenda.
Kv Begga

Picciotta sagði...

nú þetta er bara ekkert skárra en hér á suðrænum slóðum!!! ég hélt að hlutirnir virkuðu allsstaðar betur en hérna.... það er greinilega víða pottur brotinn...