fimmtudagur, nóvember 3

URRRRRRRR

Skammdegisþunglyndið er búið að fánga maddömuna og það gerist ekkert skemmtilegt. Maddaman er að aðallega að túlka gömul lög (ekki sönglög lömbin min) og dröslast um með Brand á lyklaborðinu. Hápunktur dagsins er að fara út og veiða í kvöldmatinn sem að svo sannarlega misheppnaðist hrapallega í kvöld. Maddaman var rétt búin að veiða sér klofhá leðurstígvél í kvöldmatinn. Sér fyrirsögnina......sveltandi námsmenn í Kaupmannahöfn grilla leðurstígvél á teini og hafa túmatsósu með. Kannski fer maddaman aftur á veiðar...hvur veit. Börnin öskra sem aldrei fyrr þrátt fyrir að maddaman reyni að veita þeim tiltal þegar hún gengur um ganginn og hræða foreldrana með því að koma æðandi út í dyr með ljótan svip þegar þau reka upp hæstu gólin.
Eldheitu ástarsambandi maddömunnar og Pakistanans er hér með formlega lokið. Maddaman mun hér eftir sækja vikulegan skammt sinn af AFD annað. Maddaman getur bara ekki staðið undir því andlega að vera með opna vinalínu fyrir bláókunnugan mann og stórfjölskyldu hans í Pakistan einu sinni í viku! Og skammist þið svo til að kommenta hérna ef að þið viljið ekki bera ábyrgð á andlegu ritmorði maddömunnar!!!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ok, ég vil ekki bera ábyrgð á svona hlutum þannig að ég þori ekki annað en að kommenta. Líst vel á að hafa leðurstígvél í matinn. Er að spá í að prófa. Ætli þau smakkist eins hér!?!

RT

SBS sagði...

Ég veit samviskusöm as usual;O)
Ætla að hringja í þig um helgina
Knuzzzzz

Nafnlaus sagði...

Svona er nútíminn mikil skepna. Hér áður fyrr hefði fengist ágætis kjötbiti innan í leðurstígvélunum og því hægt að slá tvær flugur í sama höfuðið (eins og hún Bibba sagði um árið).

Nafnlaus sagði...

hæ Selja, stótskemmtileg síða hjá þér!!!
Gott að heyra að þú sért hætt að versla hjá pakistananum, mér var eiginlega hætt að lítast á blikuna.
Sem betur fer nóg af sjoppum sem selja AFD.