mánudagur, nóvember 14

Pest og Kolera

Maddömunni finnst með ólíkindum að íslendingar skyldu ekki deyja út á sínum tíma! Ef að ekki gekk á með Stóru-Bólu, Móðuharðindum eða spænsku veikinni, þá hlupu menn á inniskóm (sauðskinnskóm) út um allar heiðar og fengu lungabólgu eða drukknuðu í ám og vötnum á leiðinni. Innantökur (krabbamein nútímans), berklar og barnsfarir að maður tali nú ekki um barnadauðann allan og svona mætti lengi telja. Héraðslæknarnir óperuðu á hurðum og strigapokum og ekkert var um annað að ræða. Nútíminn er hins vegar ofalinn með bakflæði og vefjagigt og hefur allt of góðan tíma til að útspekúlera hvar honum er illt!!!

Engin ummæli: