mánudagur, nóvember 28

Spádómskertið......

Maddaman er búin að jólaföndra eitt stykki krans a la selja. Alltaf á hverju ári eru uppi róttækar hugmyndir um að gera eitthvað villt öðruvísi þetta árið en endar alltaf í að vera dálítið mikinn vafinn hringur með ýmsum tegundum af grasmeti, eplum og rauðum borða með gyllingu.
Ósköp venjubundið en maddömunni finnst hann fínn. Svo setti maddaman upp Georg Jensen skrípin sín tvö ( maddaman er dálítð svag fyrir þeirri ætt) sem er eiginlega eina jólaskrautið í Kardimommubænum enda býður Kardimommubærinn ekki upp á mikla þemavinnu með jólin!!!
Þá er bara eftir útgáfa á hinu árlega jólabréfi sem að maddömunni finnst vera orðið þreytt konsept en sumum áskrifendum finnst þetta hins vegar vera hápunktur jólanna (og þá helst fólk sem að aldrei hefur séð maddömmuna)
En meðan engin eru berössuð börnin til að bregða á gæruskinnið og maddaman sjálf treystir sér ekki til að láta mynda sig á sama skinni þá er þetta meðalvegurinn.
Hins vegar ræddi maddaman um þetta jólgjafafár við vinkonu í gær og var hún sammála að þetta væri bara algert rugl. Það vantar engan neitt. Hins vegar er maddaman eins og Björk Guðmundsdóttir sem að sagði einu sinni í viðtali að hún keypti sér alltaf allt fyrir jólin sem að hana langaði í!!!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jólabréfið er nú alls ekki þreytt konsept, er sko lesið upphátt á mínu heimili. Ætli lesturinn verði ekki bara sendur beint í gegnum Skype yfir Atlantshafið þetta árið;-)

RT

SBS sagði...

Það er nú það....en hvað hægt er að finna upp á.....hlýtur að þrjóta einhverntímann!!!! En vonum að það verði eitthvað í boði núna;O)

Nafnlaus sagði...

Selja mín, ég get nú bara sagt þér það að jólahugleiðingin er orðin fastur liður á jólunum hjá mér. Les þetta upp fyrir gesti og gangandi á aðfangadag. Alls ekki þreytt konsept. Lifir að eilífu!

Guðjón