þriðjudagur, nóvember 1

Eins og þrír úldnir hundar.....

Maddaman er búin að vera mygluð í dag...það er líka haustlegt hérna rigning og svona. Það er allt doldið blúsað hérna um þessar mundir, póstkassinn fullur af reikningum alla daga, eins og maddömuna vantar nýjan kjól og stígvél fyrir jólafrúkostana alla! Maddaman lagði sig eftir hádegið því að ef að er líffæraverkfall hjá henni (eins og oft kom fyrir Sobeggi afa) þá elur það af sér einstaklega frjóa hugsun. Maddaman varð bara dragúldin af þessari lagningu.
Ekkert gengur að finna ástina í lífi maddömunnar en hins vegar er bæði búið að gauka að henni adressu á ljósmóður í Kaupmannahöfn sem að selur kynfrumuna sem maddaman á ekki í pússi sínu til að geta af sér afkomendur! Gaman af því, allavega ef að ekki tekst að finna neinn til að gera þetta viðvik er adressan í höfn. Þetta er svipað verð og á einum almennilegum hælastígvélum!!!! En miðað við öskrin sem að krakkagerpið hérna á ganginum framleiðir þá reiknar maddaman með að fá sér möööörg pör af stígvélum á undan........
Eina jákvæða í lífi maddömunnar er að það er búið að bjóða henni starf að loknu námi. Það er í líkingu við starf seðlabankastjóra er ekki auglýst heldur losnar bara á heppilegum tíma!!! maddaman á bara eftir að afþakka eftirlaunin;O)
Madddaman úldin og stúrin......

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hehehe... Góður þessi með stígvélin - hver veit nema ég steli frasanum við tækifæri! Gaman að hitta þig um daginn, kv Stína

SBS sagði...

Svo velkomið, svo velkomið;o)Takk sömuleiðis, alltaf gaman að sjá í skottið á fólki sem að maður hefur verið samvistum.