föstudagur, febrúar 11

Bloggedíbloggedíblogg....

Maddaman veit ekki hvort að hún ætlar að blogga meira. Maddaman getur ekki gert það upp við sig hvort að það á við hana að blogga. Maddaman setti sér líkar ákveðnar bloggreglur í upphafi og hefur reyndar staðið við þær þrátt fyrir að hana hafi langað hroðalega að brjóta eina þeirra einu sinni, þá stóðst hún freistinguna! Maddaman hefur heldur ekki komið sér upp því handsnúna tækniafreki sem að heitir teljari og er því lítt kunnug umferðinni á þessari síðu sinni! Umferðin hefur svo sem heldur enga þýðingu fyrir hvurt verður bloggað eður ei!
Maddaman getur heldur ekki alveg skilgreint afhverju hún ætti ekki að blogga, er kannski mest hrædd um að bloggið verði notað gegn henni! Til dæmis að einhver brjótist inn í íbúð maddömunnar meðan hún verður á U2 tónleikunum og og steli því dýrmætasta sem að hún á, blessaðri fartölvunni sem að fær ekki að fara með á tónleikana samkvæmt reglum og heldur ekki myndavélin og maddaman fær ekki einu sinni að taka flugelda með sér á tónleikana!
Hvaða bömmer, maddaman hafði hugsað sér að skjóta upp einni Hallgerði langbrókarbombu svona til að minna á víkingaþjóðina!!! Maddaman veit að hún er bara úr sveit.......en hvaða lið er með flugelda með sér í farteskinu í júlímánuði og yfir höfuð hreint bara ótrúlegt að það þurfi að hafa þetta í leiðbeiningum á miðanum!
En maddaman reynir að sofa á þessu með bloggið og meta það og vega.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku, elsku maddama.....!!!
Þú bara verður að halda áfram að blogga. Þú veist ekki hversu mikið ég hlakka til að kíkja á netið þegar ég kem heim úr erfiðri vinnunni og stundum getur það bjargað deginum ef að nýtt blogg er komið;-) Fyrst þú ert yfirleitt svo góð að taka áskorunum þá verðuru bara að taka þessarri. Og ég skora á aðra lesendur að skora á maddömuna að halda áfram.....

RLÞ

Inga sagði...

Gerðu það haltu áfram. Bloggið þitt kom okkur í samband aftur og núna kíki ég á hverjum degi.. alltaf gaman að brosa yfir því. En þetta er góður punktur sem þú sagðir um innbrot og þess háttar því hérna heima eru glæpamenn sem liggja yfir vefdagbókum barnalands til að sjá hvenær fjölskyldan fer í frí til að það sé hægt að taka til höndinni á heimilinu á meðan. Þú ert eðalbloggari og mátt ekki hætta :)

Nafnlaus sagði...

Þú verður að halda áfram :)
Kveðja,Ragnhildur

Olga sagði...

Ég er ein af þessum ótrúlega lánssömu sem fær "bloggið" (og meira til) heint í æð af vörum madömmunar í sófanum heima í Köben. En ég hvet hana samt til að halda áfram.

En þetta með Hallgerði Langbrók-ar-tertuna, er ekki komin tími til þess að við minnum Íra á að við erum af sama stofni. Endilega reyndu að smygla einni inn í handarkrikanum.

Olga

Ásta Kristín sagði...

Thú bara verdur ad halda áfram. Thad er svo óskop gott ad fá annad slagid skammt vangaveltum á kjarnyrtri íslensku.