föstudagur, mars 27

Rapportið....

Jæja þá er ég búin að vera mánuð í vinnunni og líkar bara vel! Við erum smátt og smátt að klára að koma okkur fyrir og að verða búin að ganga frá praktískum málum! Talandi um að vera praktískur, á innra netinu í vinnunni koma alls kyns upplýsingar sem varðar starfsemina og meðal annars er hægt að láta ýmsar tilkynningar og þarna nota menn tækifærið og þakka ma. fyrir afmælisgjafir. Þar skrifaði Lars nokkur tilkynningu um daginn og þakkaði kærlega fyrir háþrýstidæluna sem hann fékk þegar hann varð sextugur núna í mars og hann hlakkar mikið til að fara að smúla húsið þegar hlýnar og hita svo te í nýja tekatlinum á eftir!!!! Ekki það að Lars hefur vafalítið látið uppi óskir um að fá umrædda dælu í afmælisgjöf og það er sjálfsagt að leitast við að uppfylla óskir mannana. Annars ætlum við hjónin að sækja Ali vin okkar heim annað kvöld en hann rekur frábæran veitingastað niður í bæ.
Pant annars ekki fá háþrýstidælu frá ykkur þegar ég verð sextug.......

4 ummæli:

Halla sagði...

móttekið...hvað með teketil?????

Saknaðarkveðjur
Halla

Ragna og Ómar sagði...

Ohhh.... ég sem var akkúrat að spá í að senda þér eina svona dælu á afmælinu þínu á næsta ári. Eru á svo svakalega góðum díl hérna í Home Depot.....

Nafnlaus sagði...

hehe hann fékk jú líka teketil.....!!! Maður er alltaf að missa af einhverjum hagnýtum gjöfum Ragna;O)

SBS sagði...

ó þetta var ég sjálf......