fimmtudagur, mars 12

Erótíska safnið

Jæja við fundum banka sem tók öllum okkar peningum fagnandi...og ætla að skaffa okkur kort og ýmis mannréttindi og voru ekki með neinar óþægilegar spurningar. Skatturinn ætlar svo gjarnan að taka við restinni sem bankinn hefur ekki pláss fyrir þannig að allt er þetta hið besta mál. Hérna gengur allt smurt þegar maður er kominn inn í kerfið!! Helstu ótíðindin í fjölmiðlum hérna er að Erótíska safnið hérna í Kaupmannahöfn er komið á hausinn og menn vonast eftir fjárframlögum til að halda því gangandi. Á topp 10 yfir peninga sem ég hef séð mest eftir að hafa eytt um ævina þá er nú aðgangur að erótíska safninu mjög ofarlega. Það var rándýrt inn á safnið og bókstaflega ekkert að sjá nema einhverjar fornaldarlegar dúkkur í vaðmáli í glerklefa að riðlast hægt á hvor annari til að sýna hvernig þjónusta í vændishúsum hefði verið á dögum Fjölnismanna!!! Síðan var úrval af heimagerðum getnaðarvörnum á borði og svo var hægt að horfa á erótískar myndir í hliðarsal!!! Nei þá bið ég nú heldur um Thorvaldsens museum sem er stórmerkilegt og mjög flott safn.
Over and out...

1 ummæli:

Unknown sagði...

phahahaha, ok - ég hef greinilega ekki misst af miklu að hafa aldrei farið á þetta safn.
Kv. Ragnhildur A