mánudagur, mars 9

Bloggið gengið í endurnýjun lífdaga...

Jahérna nú er sjá hvort að ég sé búin að týna niður blogghæfninni;O) Litla fjölskyldan er flutt inn á Eyrarsundsgarðana í 44 fermetrana og er strax búin að fylla eina 6 fermetra geymslu af eigum sínum sem ekki komast fyrir. Annars komust húsgögnin nokkuð vel fyrir hérna, eiginlega bara sófaborðið sem við höfum ekki pláss fyrir. En það er nokkuð ljóst að stilla verður eignasöfnun í algert hóf meðan dvalist er hér. Íbúðin er fín og nýtist okkur mjög vel og við erum mjög ánægð. Mér líst bara vel á mig í vinnunni er nú ekkert farin að gera neitt að ráði er mest á kynningarfundum og að læra að rata um húsið og finna hvar maður sækir um að fá ruslafötu og svona ýmisleg mannréttindi!!! Þetta er mjög stór vinnustaður eða 650 manns og 2/3 karlmenn en ég er ekkert búin að nefna það við Niels!!!! Rúsínan í pylsuendanum er svo að ég er ekki nema 50 mínútur að komast í vinnuna og það er mjög þægileg ferð þannig að ég les bara í lestinni. Það gerir það að verkum að ég er vel á veg komin með sorgarferlið vegna litla Yaris sem flutti til Helga í Hafnarfirði!
Húsbóndinn er mjög ánægður í skólanum sínum og orðinn hópstjóri í hópnum sínum og finnst hann vera á réttri hillu í þessu námi. Nú ekki þýddi annað en reyna að láta hann afla sér einhverra vasapeninga og þess vegna er hann orðin ruslakarl eins og spúsan var forðum þannig að þetta er alger nostalgígja þetta stúdentagarðalíf. Annars eru helstu baráttumálin að reyna að fá að opna bankareikning hérna en orðstír íslendinga hefur greinilega farið víða og síðasti banki sem að við reyndum við eftir að hafa skilað inn öllu ómögulegum upplýsingum upp úr okkur kvað upp þann dóm að þeim finndist þeir ekki hafa næga yfirsýn yfir fjármál okkar!!!! Húsbóndinn reyndi að útskýra á einfaldan máta fyrir þessari ágætu konu að við ætluðum ekki að fá lánaða peninga heldur láta peningana inn í bankann. En allt kom fyrir ekki....framhald síðar af bankamálunum....

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá, hef ekki kíkt hér inn í marga mánuði, en rambaði aldeilis á réttan dag. Til lukku með flutninginn og gangi ykkur vel í Köben.
Já, bankasystemið hjá þessu liði getur verið fyndið. Þeir eru svipaðir Kanadabúarnir, voða vesen að opna einn bankareikning.

Kv. Ragnhildur A

Gunna Þorv. sagði...

List vel a ad thu hafir tekid blogggledi thina a ny :) Gaman ad lesa og bid ad heilsa ruslakallinum.

Unknown sagði...

Við Svöluásbúar munum heimsækja bloggið reglulega. Gangi ykkur vel.

Olga sagði...

Ohh... hvað ég er ánægð með að geta fylgst með ykkur á þennan máta. Gott að þið eruð að finna ykkur þarna og ég hlakka mikið til að heimsækja ykkur. Hvernig er annars barinn er hann alveg að gera sig ;)
Daninn er alltaf samur við sig varðandi bankamálin, ertu ekki búin að tala við þau í Forstædernesbank?

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá að bloggið hefur gengið í endurnýjun lífdaga ;o)
Ætli þú verðir ekki bara að geyma peningana þína í koddaverinu!!
Kv.
Íris M.

Unknown sagði...

Mikið gleður það hjarta mitt að sjá að þú skulir vera farin að munda rafræna pennann aftur. Mig er strax farið að langa til að heimsækja ykkur og hver veit...
Það verður a.m.k. kíkt hér við reglulega ..
Hilsen Begga

SBS sagði...

Takk fyrir kveðjurnar. Það er auðvitað sérlega hvetjandi að blogga þegar lesandahópurinn er svona virkur. Olga: Forstæderens bank er farinn á hausinn og var yfirtekinn af einhverjum fjárfestingabanka og þverneitaði Niels um viðskipti!!! Þeir hafa ekki áhuga á svona fólki eins og okkur! Höfum ekki náð að tékka á barnum
Begga líst vel á að fá ykkur í heimsókn sem fyrst;o)
Íris: Já það endar sennilega með því að við verðum með aurana bara þar!!!