fimmtudagur, janúar 4

;O)

Jæja maddaman óskar lesendum gleðilegs árs og þakkar þeim fyrir þau gengnu! Madddaman brá sér austur á Hérað í Sumarhús á messu heilags Þorláks sem er einnig afmælisdagur maddömmumóðurinnar og fyllti hún sex tugi. Jólin voru bókajól og gestajól og frekar mikið að gera í uppvaskinu. Madddaman náði samt að skanna ýmslegt og var býsna ánægð með það.
Síðan kom maddaman í bæinn þann 30. desember og hélt smá matarboð fyrir vini mína sem endaði með bæjarferð en hún telst vera númer tvö síðan í september enda búið að vera í mörg horn að líta.
Gamlaárinu var fagnaði í hópi vina í Hafnarfirði og síðar í Norðurmýrinni. Maddaman er nú svo mikið barn að hún hefur aldrei séð svona mikið af flugeldum enda var veðrið gott.
Maddaman horfir björtum augum fram á árið 2007, það er margt spennandi framundan á þessu ári og maddaman afskaplega ánægð með að vera flutt til Íslands.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár og takk fyrir það gamla! Vonandi náum við að hitta þig í Köbenheimsókn þinni í jan.
Kær kveðja,
Hjalti, Linda, Nína Sigurrós og...