mánudagur, janúar 29

My own buisness......

Ahhh stundum er gott að vinna hjá sjálfum sér og vera komin heim um tvö (reyndar nóg pappírsvinna framundan) og vera samt búin að ná að ryksuga bílinn í hádeginu og skreppa eina skreppu í Debenhams;O)
Annars var helgin meinhæg, maddaman var hálfslöpp og hélt sig mikið heima fór þó með Yaris litla í bað og fór eina hraðferð í gegnum Kolaportið til að veiða eina bók og jók það töluvert á ógleðina sem maddaman barðist við eftir að hafa staðið inn í þessari viðbjóðslegu bílaþvottastöð meðan Yaris litli fór í bað. Það er ótrúlega mikil skítalykt á báðum stöðum. Síðan voru þvegnar fleirihundruð og fimmtíu þvottavélar og mulinn skíturinn úr ullapeysum maddömunnar (sem að voru einmitt farnar að minna á nána ættingja sína í Kolaportinu), svo þurfti að skúra sameignina og já þetta hljómar eins og helgi hjá pensjónista. En pansjónistinn las líka helling af bókmenntaverkum og sá eina góða danska dvd mynd Drømmen og vígði þar með nýja DVD spilarann sem samt var keyptur í ágúst!!!! Einnig var frumsamin ein kaka á sunnudeginum ogfólki boðið til að snæða hana. Jamm....það er margt í mörgu, spenna dagsins í dag var að maddaman stalst á hælastígvélum í vinnuna enda Þráinn skóari búin að gera stígvélin upp fyrir andvirði nánast nýrra en það er líka mjög vel gert hjá honum....en örlítið mikið dýrara en að láta gera við skó úti í Köben!!!!! Pas nu godt på jer selv.....

2 ummæli:

Unknown sagði...

Hæ Skvís
bara að skilja eftir smá "fingrafar" hjá þér.
Bið að heilsa í bil.
Kveðja Íris og co

Unknown sagði...

Held að þetta sé í fyrsta sinn sem að ég "kommenta" bloggið þitt. En loksins komin á bloggið, vúhú.....
23 dagar til stefnu, Gamla.