þriðjudagur, september 27

Familybissness

Maddaman var með allri fjölskyldu sinni á ferð í nótt ( það hefur reyndar ekki gerst að hún sé sameinuð síðan yngri systurdóttirin gekk úr lið á jóladag 1993) en þá er Adams fjölskyldan til á filmu! En auðvitað voru ekki allir saman, heldur óku menn um á sitt hverri druslunni og maddaman var að sjálfsögðu farþegi eins og alltaf. Nema faðir vor hann var fótgangandi og stórstígur að vanda. Tengdabörn og barnabörn sáust heldur ekki enda barnabörnin ekki með bílpróf!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Systir sæl. Er minnið að bregðast mér eða þér? - vorum við ekki "öll" samankomin þegar Sumarhúsabóndinn varð sextugur hérna um árið þ.e. 2000.
Kveðja sys

SBS sagði...

Eigi mun það vera á filmu fest og einkabróðir okkar tók engan þátt í gjörningum dagsins alltsvo Smjörvatnsheiðarjeppaferð og átveislu um kvöldiðn heldur var í hestaferð. Hinsvegar minnir mig að hann hafi komið mjög seint að kvöldið áður og verið í húsinu sömu nótt sem að við vorum réttilega líka "öll"!

Nafnlaus sagði...

Dætur mínar uppástanda að ég hafi tapað verulega heyrn við þessa ótímabæru öldrun á dögunum, sömuleiðis má vera að minni mitt hafi einnig beðið hnekki um svipað leiti - því mun ég ekki standa fast á þessari skoðun minni og hallast að því að Jökullinn hafi einungs verið í mýflugumynd á þessum tímamótum í lífi föður síns.
Din gamle sys

SBS sagði...

Hvað sem heyrn þinni líður, þá var hann líkamlega ekki til staðar þennan dag hvar sem að andinn hefur svifið!