mánudagur, ágúst 29

Spesíur og nýjar krónur....

Maddaman er stundum alveg gríðarlega leið á smásálarhætti Dana sem að lýsir sér í mörgu td:

að drottningin tímir ekki að láta lita á sér hárið né flikka upp á skögultennurnar

að lágmark er að tveir noti sama tepokann og svo á helst að föndra eitthvað úr honum seinna!

að menn hjóla/keyra óravegu til að kaupa matvöru á tilboði í fimm mismunandi matvörubúðum og allur seinni parturinn af deginum fer í að smala saman í kvöldmatinn og menn sjá ekkert eftir tímanum sem í þetta fer!!

að menn rukka fólk um 5 kalla sem að menn hafa lánað (u.þ.b. 51 íslenskar nýkrónur)!

að menn koma í sérstakan sparnaðarþátt í sjónvarpi til að grobba af því hvað menn hafa sparað við að grafa aldraða feður sína með því að leggja líkið sjálfir á öxlina og spásséra með yfir í líkbrennsluna (plús fyrir að hafa ekki bara kveikt bál í garðinum heima enda sennilega bannað með lögum) og senda gamalmennið svo af stað í sitt síðasta ferðalag í stórri rauðkálskrukku (afþví að að þessar sérhönnuðu krukkur eru svo miklu dýrari!!) og finnst það bara allt í lagi!!

að það eru gefnir út sneplar sem að ráðleggja mönnum hvernig á að græða á því að halda partý með því að bjóða fólki að koma þegar það er búið að éta heima hjá sér, allir koma með áfengi með sér og borga túkall fyrir saltstengur og pappadúka og gestgjafinn kemur út í rífandi plús af því að hann getur selt allar flöskurnar sem að gestirnir skildu eftir!!

að fólki finnst það "eiga rétt á" því að fá allt frá kerfinu en finnst ágætt að það sé bara brot af fullvinnandi fólki sem er að vinna og borga svimandi skatta til að halda þjóðarskútunni á floti

Svona mætti lengi telja en allt þetta kom til vegna þess að í kvöld sá maddaman brot úr "Villtu vinna milljón" þar sem að fyrrverandi hjón komu saman til að reyna að græða pening og skorti víst ekki þáttakendur þar sem að Danir eru sú þjóð í norðrinu sem að getur státað af flestum skilnuðum (og flestum giftingum reyndar líka).
Þetta finnst maddömmunni vera lýsandi dæmi fyrir þessa þjóð þó að fólk hafi skilið í bál og brandi þá eru menn samtaka þegar á að fara að græða pening

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hei kannski maður læri þá að græða peninga þegar maður flytur til Danmerkur .... hmmm ólíklegt samt...
Birna