laugardagur, ágúst 6

Konunglegar veislur......

Maddömunni var boðið til veislu hjá drottningunni í nótt. Henrik prins gat ekki komið fyrr en í kaffidrykkjuna. Margrét Þórhildur bauð upp á steik með sósu og rauðbeðum. Ásamt madömunni var boðið til hófsins einni af dannaðri móðursystur madömunnar. Allt gekk vel þangað til að átti að fara að taka diskana af borðinu, madömunni þótti Móða og einhverjar hirðdömur stafla diskunum óþarflega kæruleyislega ( allt doldið lípó greinilega hjá drottningunni) og var eitthvað að biðja þær um að fara að fara varlega með þetta nema að sjálfsögðu steypist allt í gólfið og sósa út um allt. Maddaman brá sér í að þurka þetta til aðstoðar (alvön viðbjóðslegum félagsheimilisteppum eins og þessu hjá Margréti), nema stemmingin er doldið lævi blandin eftir þetta atvik og engin segir orð. Með kaffinu stóð til að kynna maddömuna og Móðu fyrir frönskum greifa. Nema þegar sósukaflanum er lokið og maddaman er búin að þurka sósu utan í Friðrik krónprins, þá kemur Móða uppleyst í gráti yfir þessu atviki og maddaman sem hefur nú marga fjöruna sopið vill gera gott úr þessu og segir að þetta geti komið fyrir alla og málinu sé reddað búið að þrífa teppið og sona! En þá fær maddaman pent að vita að svona komi eimitt EKKI fyrir hjá drottningunni af einhverri hirðdömu. Móða er í táradölum og þá missir maddaman nett stjórn á sér og skipar Móðu að láta af þessum væli og segir liðinu að hún voni að viðstaddir eigi ekki eftir að lenda í neinu alvarlegra í lífinu en að sulla sósu í gólfið. Því að það séu smámunir miðað við hvað geti komið fyrir fólk af alvarlegum hlutum. Svo skipar maddaman Móðu út úr þessu samkvæmi og ætlar sjálf að strunsa út á eftir henni. Þá kemur veltandi greifinn ásamt fleiri karlmönnum og fyrirfólkið viðist vera horfið með öllu. Maddaman kynnir sig fyrir liðinu og lætur greifann kyssa soldið á handabakið á sér og talar smá frönsku og tætir svo heim með móðu.
Ef að þetta hefði verið ævintýri hefði greifinn náttlega verið svo hrifinn af hugrekki maddömunnar að standa uppi í hárinu á liðinu að hann hefði gifst henni og gefið henni fullt af skargripum (í staðinn fyrir þá sem að stolið var í innbrotinu í vor). En þetta var draumur og greifinn slepjulegur gamall kall í grárri rúllukragapeysu og maddaman neydd til að fara aftur í kjallarann!

Engin ummæli: