þriðjudagur, apríl 28

Sumarið er tíminn....

Sumarið er komið til okkar hérna í Köben og veðrið búið að leika við okkur síðan um páska. Allt stefnir í að aprílmánuður verði sólríkasti mánuður hér síðan að mælingar hófust. Dúnúlpurnar á leið í geymsluna góðu og þá er hægt að lýsa yfir opinberu sumri. Sumarið hefur ekki verið planlagt í smáatriðum ennþá. Niels verður í skólanum út júnímánuð en þá fer hann í sumarfrí frá skólanum en þarf auðvitað að sinna ruslaskyldum sínum. Ég á hinsvegar heldur lítið sumarfrí vegna þess að ég byrjaði svo seint á árinu en á þó allavega eina viku og ætla svo að taka aðeins launalaust frí í júlímánuði. Í ágústmánuði er ég svo að hugsa um að bregða mér í fæðingarorlof en 14. september segja vísindin okkur hjónum að við megum búast við að verða erfingja auðið. Það er auðvitað mikil ánægja með það og það er gaman frá því að segja að honum virðist strax vera í móðurætt sína skotið (skv. föðurnum) og var ekkert nema þrjóskan þegar farið var í 20 vikna sónar. Blessuð konan sagði allavega þrisvar sinnum að þetta barn væri ekki mikið fyrir svona mælingar og myndatökur og sat uppi með alla fjölskylduna í lengri tíma og þegar hún svo ætlaði að taka mynd handa stoltum verðandi foreldrunum þá stakk blessað barnið sér á bólakaf og útkoman varð kolsvört mynd sem minnir helst á loftmyndir af tunglinu!!!!

Engin ummæli: