þriðjudagur, apríl 14

Páskaskýrslan

Las um daginn í blöðunum að það væri ægilega gott að droppa við á fésbókinni eða álíka þá sneri maður svo endurnýjaður til vinnu aftur....þannig að ég er að stelast til að blogga í vinnunni!!!
Páskahátíðin fór nú aldeilis vel fram...við fengum Gunnu okkar heila á húfi með lestinni frá Osló á skírdagskvöldið með alla nýjustu frasana á því alþjóðlega máli Esperanto en hún hafði verið að míngla við Esperantomanninn í lestinni sem var á leið á Esperantoráðstefnu! Á föstudaginn langa tókum við smá túristahring gegnum Nýhöfnina til drottningarinnar enda við ekkert búin að heilsa upp á hana síðan við komum. Í bakaleiðinni settumst við á kaffihús niður í bæ og létum sólina baka okkur, enda hefur verið 15 stiga hiti hér alla páskana og við náðum meira segja aðeins að roðna í andlitinu. Á laugardaginn fórum við Gunna svo í pjötlubúðir með lélegum árangri sérstaklega þó hjá Gunnu!!! Á páskadag fórum við í Tívolí með eldri borgurum borgarinnar og litli drengurinn Niels fékk að leika sér í tækjunum meðan við Gunna sátum eins og gamlar leiðinlega frænkur (sem ekki fara í tækin í Tivolí!!!) á bekkjum víðs vegar að bíða eftir honum!!! Á annnan í páskum fóru Gunna og vonandi Esperantómaðurinn líka af stað til Noregs í hádeginu og við hjónin fórum í ævintýralega langan göngutúr í góða veðrinu og misstum áttir um tíma!!! Sá galli er á gjöf Njarðar að um leið og ég flutti aftur til Danmerkur tóku sig upp gamlir kvillar en bæði Neðra- Hné og snúni ökklinn hafa snúið aftur tvíefld....því að upphaflega uppskar ég þessa áverka í tvennu lagi. Ég hef því haltrað eins og áttræð í tvo mánuði og treysti mér oft ekki til að hlaupa stigana í vinnunni því miður. Við fóturinn erum því að hugsa um að leita í einu lagi til læknis á næstunni og vita hvort að okkur verður ekki ráðlagt eitthvað gott!!!!! Annars hlökkum við til sumarsins og að njóta veðurblíðunnar á ströndinni og víðar um bæinn.

Engin ummæli: