föstudagur, apríl 25

Páll minn

Meldingar hafa komið um það að Kaupmannarhafnarháskóli hafði mikið spé fyrir Páli títtnefndum og mun ég því verða formlega tal, heyrnar og lestarfræðingur um miðjan maí ef mér skjöplast ekki mikið. Ég er þó búin að starfa við fagið í 1 ár og 9 mánuði þegar þetta plagg kemur, en það er margir búnir að vera lengur með GíslaMarteinsgráðuna en ég. Það ríkir mikil kátína með þetta á Ljósvallagötunni eins og gefur að skilja!
Blóðsugurnar á Landakoti úrskurðuðu hinu ýmsu vessa úr mér heilbrigða og andsetni heimilislæknirinn sagði að ég hlyti bara að vera óheppin með flensuvetur. Skítt með þegar ég er svona vel gift og á svona frábæra vini og skemmtilegan vinnustað.

Engin ummæli: