föstudagur, apríl 18

Peningar og blóð

Það er full vinna að líta eftir því að lánastofnanir og fólk sem hefur atvinnu af því að færa peninga á milli staða sé að gera það sem þá að vera að gera og færi rétta peninga á rétta staði. Til dæmis þegar ég athugaði reikninginn minn í gær var hann komin í mínus 12 milljónir og þó að ég hafi nú stundum keypt óþarflega mikið af kremkrukkum og kjólum í sömu ferðinni þá hafa upphæðirnar nú ekkert verið í líkindum við þetta. Föðurlegi bankastjórinn í útibúinu spurði bara hvað ég væri alltaf að þvælast inn á einkabankanum til að taka eftir þessu...hinn sami föðurlegi bankastjóri ráðlagði mér líka að reyna að eyða þessu nú ekki vitleysu þegar búið var að koma þessu í plús aftur!!!!! Ég sé fyrir mér forsíðufrétt að færeysk/íslenski hjón í vesturbænum fóru á eyðslufyllerí í kreppunni og notuðu peninga sem áttu að fara til íbúðakaupa til þess! Ég er heima í dag lasin eina ferðina enn í vetur en ég hef fengið mjög oft hita og flensueinkenni í vetur og stundum verið í vinnunni með hita og stundum verið heima með hita, hvorugur kosturinn er góður. Dreif mig að hitta heimilislækninn í fyrradag sem ekki hefur áhuga á að snerta fólk og grefur sig á bak við möppurna og skrifborðið. Hún hafði heldur ekki neinn áhuga á að snerta við mér en ég píndi hana þó til að taka í hendina á mér þegar ég fór og hún hefur örugglega sótthreinsað sig mjög vel á eftir. Blóðsugurnar á Landakoti sugu svo úr mér blóð í bítið í gærmorgun og ætla að rannsaka það. Ég þraukaði með hita í vinnunni í gær og fyrradag en ákvað að vera heima í dag. Annars brosir lífið við okkur hjónunum í þessari indælu íbúð okkar;O)

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

frábær lesing eins og vanalega frá þér. vona bara að reikningurinn sé kominn í plús, ég færi á laglegan bömmer með þennan yfirdrátt.
kveðja
kolla og co