mánudagur, september 24

Búsorgir

Af Ásvallagötunni er helst það að frétta að heimilistækin gefa upp öndina eitt af öðru. Fyrst brauðristin, svo eldavélin og nú síðast ísskápurinn. Ískápurinn var reyndar búin að liggja banaleguna svolítinn tíma og var húsbóndinn mikið að kvarta yfir hvað mjólkin á Íslandi entist illa og að mjólkurvörurnar hérna á klakanum færu ekkert allof vel í hann. Húsmóðirin brást hin versta við og sagði að mjólkurvörurnar á Íslandi entust best í heiminum (og allavega miklu betur en í Danmörku og Færeyjum gjörvöllum) og menn ættu bara að minnast þess þegar ekkert var til að éta! Eins mikið prúðmenni og Niels minn er þá át hann þetta bara þegjandi og hljóðalaust en minnti húsmóðurina á þetta morguninn sem að ískápurinn sálaðist að hann hefði nú líklega bara rétt fyrir sér!!!! Annars gengur allt ljómandi og þrátt fyrir þessar hömlur í matargerð sér sossum ekkert stórlega á okkur sambýlingunum. Over and out þangað til næst.

Engin ummæli: