þriðjudagur, júní 5

Þetta mánaðarlega.....

Þegar ég kom aftur úr hinni ágætu Köbenferð var Hallgrímur málari búin að múra soldið í sprungurnar og slatta á garðhúsgögnin mín en hafði þó skammast til að mála austurhliðina á húsinu og ekki klínt neinni málningu á garðhúsgögnin! Hinsvegar fékk rafvirkinn sem ætlaði að vera búin að draga í innstungu fyrir þvottavélina nýju í kjallaranum heilahimnubólgu um hvítasunnuna og að eigin sögn er þetta besta afsökun sem hann hefur nokkurn tímann haft á takteinum!!!! Þriðji iðnarmaðurinn í lífi mínu hann Niels (og sá eini þeirra sem ekki er uppfullur af afsökunum sýknt og heilagt) var hinsvegar í fínu formi í Köben og vinnur síðasta vinnudaginn sinn í dag. Þá ætlar hann að bresta til Fjáreyja og hagræða eignum sínum og vitja fjölskyldunnar og eftir viku opnar svo sambýlið á Ásvallagötunni með miklum hátíðarhöldum! Námskeiðið hjá Oticon var mjög fínt og við náðum að heilsa upp á vini mína smáa og stóra í Köben. Ég fékk að fara í búðir og Niels bjór og allt var eins og blómstrið eina. Nú er bara fyrirliggjandi að klára hann Pál svo að hægt sé að skilja lögskilnaði við hann áður Niels flytur inn.....ég ligg yfir því 24/7 en það er til mikils að vinna að hafa þetta af núna. Læt þetta duga í bili.....allar truflanir frá skrifunum er ákaflega vel þegnar;O)

1 ummæli:

Unknown sagði...

Blessuð ;)
Laaaangt síðan ég hef kíkt hingað inn en alltaf næ ég að hlæja mig máttlausa við skrifin þín, það eru ekki margir sem slá þér við vinkona og ég vona að sjálfsögðu heitt og innilega að þú farir ekki að gleyma lykilorðinu á bloggið þitt þegar Níels verður fluttur inn.
Heyrumst síðar
Bæjó
Kolla Sjöfn