miðvikudagur, júní 20

Apinn Niels

Liðin er nú vika af sambúðinni og gengur hún vel enn sem komið er. Engir alvarlegir árekstrar ennþá enda svokallaðir hveitibrauðsdagar við lýði þrátt fyrir að okkur þykir rúgbrauð betra......! Niels fór að vinna á mánudaginn á trésmíðaverkstæði í Hafnarfirði og líst bara vel á sig þar. Kallarnir tóku að sér að kenna honum dónlegu orðin (sem ég hef ekki kennt nógu vel greinilega) á mánudaginn og skutu svo inn í orðum eins og spýta eða sög annað slagið. Það er misjafnt hvernig menn reyna að komast í samband við annað fólk eins og Stuðmenn sungu um árið og einn gamli kallinn á verkstæðinu sem ekki býr yfir mikilli tungumálakunnáttu vildi vingast við Niels en var búin að gleyma hvað hann hét! Með miklu handapati tókst honum að koma því til skila að það væri skemmtileg tilviljun að Niels væri bæði sláandi líkur og hefði sama nafn og apinn hennar Línu Langsokks og því til áréttunar lék hann einn eða tvo sketsa úr Línu Langsokki með apahreyfingunum og allan pakkann. Niels var búin að heyra þenna brandara einu sinni áður um helgina en þá var það 5 ára vinur okkar sem vildi vingast við hann og segja honum frá tengslum sínum við apann Niels. En apinn Niels hefur sem betur fer góða kímnigáfu og finnst þetta allt í senn vinalegt og bráðfyndið hjá minni ástkæru þjóð.

4 ummæli:

Unknown sagði...

Hæ hæ.
Hitti annan brottfluttan 'Dana' í sundlauginn á Illugastöðum í Fnjóskadal um helgina. Hr Valgreir
Steinn var þar með ömmu og afa. Enginn api þar á ferð en mikið er gott að menna skuli hafa húmor fyrir svona þreyttum bröndurum, ef brandara skyldi kalla.
Njótið hveitibrauðsdaganna, líka með rúgbrauði.
Kveðja
Kolla

Nafnlaus sagði...

LOKSINS er ég farin að geta lesið!! Frábært hvað allt gengur vel á Ásvallagötunni og ég bið kærlega að heilsa apanum Níels :)
Birna

Unknown sagði...

Gott að heyra að sambúðin gengur vel. Hlakka til að sjá ykkur í júlí.
kv. Elísabet

Unknown sagði...

Mér finnst vera kominn tími á nýtt blogg ;o)
Ertu kannski of upptekin í tilhugalífinu hehehe.
Hlakka til að heyra frá þér.
Kveðja frá EGS.
Íris