mánudagur, mars 5

Leyndarmálið.......

Maddaman var búin að lofa að upplýsa ástæðuna fyrir bloggleysinu fljótlega og hér kemur leyndarmálið sem er 1;80 á hæð og heitir Niels;o)
Hann er með færeysku tali en er geymdur í Kaupmannahöfn hversdags, það var dálítið mikið erfitt að kveðjast á Reykjavíkurvelli í kvöld en bót í máli að næstu fundir hafa verið ákveðnir. Skype léttir okkur turtildúfunum líka mikið lífið og það getur verið að við sendum persónulegt þakkarbréf til hins danska Janusar. Þetta getur þýtt fleiri ferðir til Köben en þó ekki fyrr en undir vorið!

4 ummæli:

Unknown sagði...

já alveg datt mér það nú í hug að það væri kominn karlmaður í spilið. Skemmtilegt að kærastinn sé færeyingur, býr hann nokkuð á kollegíinu!!
Kær kveðja Elísabet

SBS sagði...

Nei ég dreif mig út fyrir kollegíð, aldrei þessu vant;o)og hann býr í Söborg í augnablikinu!
Bestu kveðjur Selja

SBS sagði...

Nei ég dreif mig út fyrir kollegíð, aldrei þessu vant;o)og hann býr í Söborg í augnablikinu!
Bestu kveðjur Selja

Unknown sagði...

ohh..ég sem hélt að þessi Janus væri nágranninn minn og spurði auðvita spússu hans útí Niels. Nei nei þá er þetta bara hann Janus tengdasonur Rogers Moore. Þekki hann náttla ekki neitt og veit ekkert hvernig ég get nálgasta hann í Lundúnum.

En frétti allavega af því að þú værir að reyna að bóka gestaherbergi í maí..ég skal ekki segja Niels..er´itta ekki suprise;)

Svona fjar sambönd eru svo skemmtó..ég og minn vorum í fjarbandi í tæplega ár, maður kynnist hlið á makanum sem að ekki öll pör fá að upplifa yfir æfina..og svo er líka alltaf gaman að telja niður dagana þangað til að maður hittist næst..þótt að þeir telji í mörgum tugum.

En til lukku með fenginn!!