mánudagur, febrúar 26

Fæðingardagur.....

Tíminn fer allur í annað en bloggið......
Í gær varð ég þrjátíu ára og á laugardagskvöldið hélt maddaman lítið boð fyrir vini og vandamenn. Það var hið velheppnaðasta boð og maddaman fékk höfðinglegar gjafir (meira í líkingu við fermingargjafir!!!) og ótrúlegasta fólk mundi eftir madömunni í gær sem að getur ekki ætlast til að nokkur maður muni eftir afmælinu hennnar því að hún er svo léleg að muna afmælisdaga hinna. ÍAð ykkur öllum ólöstuðum var hápunktur gærdagsins að maddaman fékk haminguóskir frá starfsfólki Atlandsolíu á smsi í gærmorgun svo að þeir yrðu nú örugglega fyrstir til að óska maddömunni til hamingju. Í eftirmiðdag kom svo systir með afkomendur sína og nartaði í afganga og hinn sunnlenskt búsetti partur fjölskyldunnar huggaði sig saman.
Hins vegar verður ástæðan fyrir bloggleysinu kannski upplýst bráðum.....spændende!

1 ummæli:

Unknown sagði...

hmm spennó, nú er ég forvitin, vona að þú upplýsir þetta mál sem fyrst.
Kveðja Elísabet