þriðjudagur, desember 6

Kuldaboli

Maddaman er búin að ákveða að setja gullskóinn út í glugga þegar það má (þennan með manndrápspinnahælunum). Hvað óskar maddaman sér að fá í skóinn?? Jútakk fullskapaðan karlmann án fylgihluta( lesist sem mikið af börnum, kettir og hundar: Rollur og hross hinsvegar velkomið) gjarnan yfir 1,80 á hæð en þó ekki krafa;o)
Og hvað á svo að nota hann spyrja menn sig? Það er góð spurning þar sem maddaman kann að bora, skrúfa, opna hurðir sem ekki er hægt að opna með lyklinum (athuga samt ekki innbrot), lesa úr flóknum rafmagnstöflum, skipta um kló og tengja ljós, græja tölvuna( okei nýtur oft aðstoðar tæknimanns þar) og er yfir höfuð mjög sjálfbjarga í lífinu!!!
Jú sæng maddömunnar ættuð frá Lars Larsen er orðin þunn og það er kalt í ríki drottningar núna.
Kannski borgar sig bara að kaupa nýja sæng?????

PS. Austur á landi var nebbilega maður sem að fékk konu í skóinn...frá vini sínum sem hafði ekki not fyrir hana þegar á hólminn var komið.....það var allavega orðið svoleiðis þegar kom fram á þorrann og farið var að yrkja þorrablótsbragina.