mánudagur, desember 12

Jólahassið....

Maddaman fór með stöllu sinni á jólamarkaðinn í Kristjaníu áðan. Þar voru menn að testa jólahassið í gúddí fíling. Ekki ágirntust þó maddaman&stallan nokkurn skapaðan hlut þar og var þetta því ódýr ferð. Hér hjá maddömunni er annars allt á heljar þröm eins og vant er á þessum árstíma. Ekkert gengur með jólabréfið og maddaman endar örugglega bara á því að skrif gúdbæ og lóvjú aftan á frímerkið.
Svo er kommentakerfið týnt og maddaman fílar sig eins og Palli kallinn þegar hann var einn í heiminum!!! Til að bæta gráu ofan á svart braut maddaman eitt af bláu vatnsglösunum áðan. Maddaman er búin að brjóta um 30 vatnsglös síðan hún hún hóf búskap fyrir um 8 árum síðan. Í Sumarhúsum hafa verið til 9 glær óbrjótandi vatnsglös síðan maddaman man eftir sér og svo 3 brún kaffiglös. Eitt glas týndist þegar Sumarhúsabóndinn hélt garðpartý í tilefni hálfrar aldrar afmæli sínu en fannst í blómapotti síðarmeir.
Eina sem að getur glatt maddömuna núna er Aðventulag Baggalúts, um hann Sússa http://www.baggalutur.is/mp3/Baggalutur_Sagan_af_Jesusi.mp3
og textinn hér
SAGAN AF JESÚSI

Það var um þetta leyti þarna suðurfrá
- í miðausturlöndum.
Þar var ungt par á ferlikonan kasólétt
- þeim var vandi á höndum.

Öll mótelin vor'upptekin
og yfirbókuð gistiheimilin.

Og þannig byrjaði sagan af því
þegar hann Jesús kom heiminn í.


Þau létu fyrirberast inní fjárhúsi
- með ösnum og kindum.
En það var ósköp kósí ekki ósvipað
– gömlum biblíumyndum.

Þar kom í heiminn – mannkyns von
hinn kunni Jesús Kr. Jósepsson.
Hann endaði í jötunni
beint undir Betlehemstjörnunni.

Og þannig hljómar nú sagan af því þegar hann Jesús kom heiminn í.

Hallelúja!
Og þannig hljómar nú sagan af því þegar hann Jesús kom heiminn í.

Svo ráku inn nefið vitringar
sem fyrir rælni voru staddir þar.
Þeir óðu inn með gras og gull
og eitthvað óríental jurtasull.

Ó, Jósep sendi SMS.
Ó, María, var bara furðu hress.
Ó, barnið lá og snuðið saug með bros á vör
– og soldinn geislabaug

Og þannig endar nú sagan af því þegar hann Jesús kom heiminn í.
Já, þannig hljómaði sagan af því þegar hann Sússi kom heiminn í.
Þið ráðið sjálf hvort þið trúið því
Amen