miðvikudagur, apríl 18

Annáll vetrar....

Það er við hæfi að skrifa örlítið á síðasta degi vetrar. Veturinn hefur liðið ógnarhratt...en samtímis ægilega hægt. Það hefur verið mikið að gera og það minnkar ekki með vorkomunni. En helstu breytingar framundan eru þær að 1. maí ætla ég að hefja störf í einkageiranum og hætta á Greiningarstöðinni. Ég hafði þó ekkert hugsað mér til hreyfings en tilboð um spennandi starf og góð laun freistaði mín gífurlega og þetta varð upp á teningnum. Ég upplýsi ykkur seinna um hvaða starf nákvæmlega þetta er. Um hvítasunnuna fer ég til Kaupmannahafnar og verð í viku á námskeiði fyrir nýju vinnuna og hitta Niels minn og það eru nákvæmlega 5 vikur þangað til í dag!!!!!
Um miðjan júní ætlar Niels að flytja til mín og við opnum formlega sambýli hér á Ásvallagötunni. Hér hafa þó verið starfrækt sambýli áður!!!! Barngóðir kallar í Hafnarfirði ætla að fóstra Niels fyrir mig á daginn og láta hann setja upp innréttingar vítt og breitt um borgina. Í sumar ætlum við svo að skoða landið mitt um helgar en bregða okkur til Fjáreyjanna á Ólafsvökuna saman og fótatraðka svolítið!
Það er óhætt að segja að það séu spennandi tímar framundar..........Gleðilegt sumar og þakka ykkur fyrir veturinn og mín ósk er að sumarið heilsi ykkur jafn vel og mér.

2 ummæli:

reynir sagði...

Gleðilegt sumar, maddamma góð! Langt síðan ég hef kíkt við og gaman að heyra að fólk virðist almennt vera að ganga út...

Bestu kveðjur frá Lundúnum!

bjorn sagði...

hej dú
hlakka til að sjá þig á sunnudaginn hjá bbb.
óskaplega spennandi þetta allt með kæróinn, kemur hann líka?
við sjáumst í það minnsta hressar.
kærar kveðjur, ingibjörg