miðvikudagur, mars 30

Hjartanlega.....

Maddaman var aldrei þessu vant viðlátin á fréttatímanum og horfði á ýmislegt sem fyrir bar í honum. Meðal annars um blinda sem að voru á handverksnámskeiði og er ekkert nema gott um að það að segja. Nema að maddömunni finnst ekki traustvekjandi að blindir séu mikið að föndra með vélsögum......enda tók fréttamaðurinn sérstaklega fram að enginn þáttakandanna hefði slasast á námskeiðinu.... en maddaman sér með skelfingu fyrir sér blóðsúthellingar þegar þáttakendurnir skella sér út í jólagjafaframleiðsluna heima í stofu!!
Sparnaðarráð dagsins er allavega ekki að kaupa hjartarhakk á tilboði í búðinni....maddömunni fannst á lyktinni sem að elgurinn væri kominn með hornum og öllu tilheyrandi heim í stofu í fengitímafíling! Bragðið var eftir því...

Engin ummæli: