miðvikudagur, mars 8
Sól sól skín á mig
Maddaman borgaði manni í gær fyrir það eitt að þjösnast svo á herðunum á henni að hún er helaum í dag. Maðurinn fann gríðarspennu á ákveðnum stöðum í herðunum og sagði maddömunni það. Maddaman var að huxa um að segja honum að ef hann vissi hvað hvíldi á herðum hennar þá yrði hann ekki hissa þó að hún væri örlítið stíf. En þetta var ritskoðað eins og allt skemmtilegt. Það er sól og snjór í dag og kannski komið að því að fari að vora bara lítið??
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli