Maddaman er að hjálpa til (með alkunnri stjórnsemi sinni) við að velja nafn á afmælisgjöfina sína. Maddaman hefur þess vegna verið að plægja gegnum mannanöfn á síðunni wwww.rettarheimild.is. Þar komst maddaman að því sér til mikillar undrunar að það eru til 7 rithættir af nafni hennar; Seselía, Sesilía, Sesselja, Sessilía og Sesselía, Cecilia og svo Cecilía, Maddaman var aldeilis hlessa en þykir auðvitað sitt flottast...og minnst útlenskt. Hverjum þykir sinn fugl fagur.......
Hins vegar má skíra íslenskan karlmann Cecil og er því hérmeð komið á framfæri við aðstandendur afmælisgjafarinnar!!!!
fimmtudagur, mars 23
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Persónulega finnst mér nafnið Sesselíus alveg tilvalið á afmælisgjöfina:)
RT
Seljan væri alveg kjörið :o)
Kveðja Íris M.
Skrifa ummæli