mánudagur, mars 27

Einstök....

Hinar ein-stöku vinkonur maddömunnar hafa meldað sig á síðustu færslu, glaðar og reifar og er það vel að vér stöndum ekki einar á síðustu og verstu tímum.
Annars er maddaman búin að skipta yfir í sumartíma eins og Evrópa öll svosem, sem að þýðir það að nú er hún tveimur tímum á undan Íslandi. Alltaf skrefinu á undan!
Annars er maddaman að færa sig í nútímann í skriftunum og er það vel.

Þegar maddaman var 8 ára ung kona í föðurgarði fóru foreldrar hennar í sjötugsafmælið hennar Nýju í Másseli. Maddaman átti hinsvegar að mæta í skólann á mánudagsmorgni og þótti ekki ráðlegt að hún sækti þetta samkvæmi. Kona Sumarhúsabóndans er ráðagóð kona og samdi við maddömuna um að hún fengi sér bók að lesa eins og myndi svo sofna í hjónarúminu (staður sem að maddaman var annars ekki ginkeypt fyrir að vera á). Úti voru gríðarmiklir frostbrestir og maddaman átti heldur ekki að vera að hrædd við þá, sem og hún heldur ekki var. Maddaman las svo lengi og fór svo að sofa í hjónarúminu og færði sig svo í sitt ból þegar Sumarhúsahjónin kom heim. Í afmælinu var bóndi úr sveitinni Eríkur heitinn í Hlíðarhúsum, mikill vinur Sumarhúsabóndans og stórvinur maddömunnar. Hann spurði strax eftir maddömunni og fékk að vita að hún hefði ætlað að vera ein heima og fara svo í háttinn. Þá sagði Eiríkur og dró seiminn aðeins, eins og hann gerði svo gjarnan:Njaaaa hún hefur nú líka alltaf verið svo einstök!
Maddömunni hefur alltaf þótt vænt um þessi orð og sennilega ekki síst afþví að henni þótti svo vænt um Eirík. Stundum hefur maddömuna dreymt gamla manninn hérna úti í Kaupmannahöfn og það hefur ævinlega verið góðs viti.

Engin ummæli: