sunnudagur, mars 12

Nilfisk

Maddaman er búin að eiga góða helgi, ekkert djamm í frostinu reyndar!
Er búin að hitta vini sína mikið upp á síðkastið og er það vel.
Fór í fínt matarboð í Hróarskelduhreppi í gærkvöldi og lenti í frosthörkum og einum undarlegum strák á heimleiðinni. Í dag hefur maddaman átt laaanga ánægjustund með Nilfisk og er húsnæðið að verða asskoti pottþétt. Maddaman hefur enga sérstaka ánægju af því að þrífa en vill samt hafa þokkalega hreint í kringum sig. Maddaman heldur að þetta helgist afþví að hún hefur þurft að þrífa gríðarlega mikið um ævina, bæði í atvinnuskyni og fyrir sig og sína fjölskyldu. En allt batnar það þegar uppþvottvélin kemur....þetta er að verða að sjúklegri þráhyggju og maddömunna dreymdi um krómaða uppþvottavél fulla af hreinu hvítu leirtaui eina nóttina!!!!

Engin ummæli: