þriðjudagur, mars 7
Brotin hjörtu......
Maddaman sá í sjónvarpinu áðan að 9/10 af konum vilja frekar eiga vini heldur en elskhuga. Maddaman heldur að hún sé verulega sammála þeim. Elskhugarnir er hverfulir lömbin mín og ekkert á þá að stóla. Vinirnir eru allavega mikilvægasti þátturinn í hennar lífi, maddaman er líka svo heppin kona að hún á marga góða vini og vonar að hún beri gæfu til að eiga þá allt lífið og vonar að þeir vilji eiga hana líka. Maddaman er líka svo vel upplýst um þessar mundir að hún veit að 40% hjónabanda í Danmörku enda með skilnaði og 3. hvert barn er skilnaðarbarn. Það er hátt hlutfall af brotnum hjörtum í litlu landi.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli