Frostaveturinn mikli 1918 er gengin í garð hér í Höfn og spáð meiri snjó eftir helgi. Það er víst líka tímaspursmál hvenær spænska veikin nær manni svo að af þessu má dæma að maddaman reiknar hvorki með að kemba hærurnar eða klára ritgerðina.
Kastrupvelli var lokað á föstudagskvöldið og Tóki vinur maddömunnar og faðir hans voru á leið í frí til Færeyja. Ekki var nokkur leið að komast fram né aftur og urðu þeir feðgar að láta fyrirberast í rúmi prinsessunnar á bauninni sem var akkúrat á ferðalagi þessa nótt ( barnahorn í tilefni HC. Andersens ársins. Tóki kunni því vel og fann ekkert fyrir bauninni en faðir hans merkti hana gjörla.
Maddaman er búin að gera ofurgóð kaup á útsölum (vona að bankaráðgjafinn sleppi því að lesa þessa bloggfærslu), allt þó eitthvað sem hana vantaði og passar á hana, en maddömunni skilst að kvenfólk sé dálítið í því að kaupa eitthvað sem ekki passar í von um "hin mögru ár".
miðvikudagur, janúar 25
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Það er klárlega lífsspursmál að byrgja sig upp af hlýjum klæðum og öðrum nauðsynjum fyrst frostaveturinn mikli 1918 er gegnin aftur í Danaveldi. Engin spurning
Jamm það er búið að draga fram allan búnað og tvær sængur í rúminu og dugir varla til. Hélaður glugginn að innanverðu samt;O)
Skrifa ummæli