þriðjudagur, janúar 31

Dýrtíð......

Þetta hefur verið frekar erfiður dagur, maddaman fékk skammir vegna mistaka sem önnur manneskja gerði. Maddaman er langþreytt á samskiptum við viðkomandi persónu og sem betur fer er þeim að ljúka og hefði átt að vera lokið fyrir löngu.
Maddaman sá að hún býr í 5. dýrustu borg í heimi og er að flytja til landsins þar sem 3. dýrasta borgin er. Ljóst að maddaman verður ekki efnuð kona nokkurn tíma með þessu móti.
Maddömunni finnst hins vegar gott að Kaupmannahöfn sé bara tveimur sætum á eftir Reykjavík. Það er nefnilega til fólk sem að heldur því fram að það sé svoo rosalega ódýrt að lifa í Kaupmannahöfn og dýrt á Íslandi. En munurinn felst meira í lífstílnum en verðlaginu t.d. spara margir sér að reka bíl hér en heima reka margar fjölskyldur tvo bíla. Svo er annað að hér er hægt að kaupa drasl bæði föt og matvöru. En spurningin er hafa menn efni á að kaupa svona ódýrt? og þá sérílagi matvæli!

Engin ummæli: