þriðjudagur, janúar 10

Pælingar

Maddaman er með pælingu í tilefni nýafstaðinnar neysluhátíðar!
Hvernig stendur á því að sumt kvenfólk er ægilega upptekið af því að geta sagt "mér var sko boðið þetta/ gefið þetta" í þeim tóni að maður á að fatta hvað viðkomandi er prinsessu eitthvað! Maddömunni finnst þetta sérstakt í ljósi þess að margar af þessum konum eru búnar að gefa all rækilega í skyn hvað þær langar í jafnvel fara með manninn af tilviljun framhjá viðkomandi hlut og koma þá skýrt á framfæri að það sé þetta sem að viðkomandi langar í.
Finnst líka svolítið fyndið þegar menn segja með andagt í röddinni að " Nonni minn hafi sko bara boðið mér í sólarlandaferð" sem samt er greidd úr sameiginlegum fjárhag parsins.
Auðvitað getur uppástungan hafa verið Nonna en svona þegar kemur til kastanna er þetta bara einn af útgjaldaliðunum. En það er kannski málið að það lúkkar betur að segja "mér var sko gefið/boðið þetta heldur en að segja að "ég keypti þetta bara sjálf".
Maddömunni finnst þetta býsna merkilegt, kannski er það í ljósi þess að hún er úr fjölskyldu þar sem ekki tíðkast að gefa mikið af gjöfum fyrir utan jólagjafir og ef einhver hefur gert það utandagskrár þá er það yfirleitt maddaman sem hefur glatt aðra.
Sú sama maddama hefur yfirleitt keypt sér sína hluti og föt sjálf og unnið fyrir sínum fjármunum til einkaneyslu með hörðum höndum og á köflum með vinnu sem að ekkert allir myndu hrópa húrra fyrir að þurfa að taka.
En maddaman hefur heldur aldrei haft samviskubit yfir því að kaupa sér flíkur eða yfir höfuð það sem hana vantar, svo framarlega sem að það séu til peningar fyrir því og ekki sé um einhvern ógurlegan óþarfa að ræða. Maddaman veit bara ekki hvernig hún ætti að eignast hlutina ef að hún keypti þá ekki sjálf;=o), því að ekki er hægt að bíða eftir Nonna með alla skapaða hluti!!!
Annars komst maddaman að því um jólin að það er lángbest að vera single og kaupa handa sér jólagjöf sjálfur sem að hittir alltaf beint í mark!!! Það var eftir að fréttist af manni sem að gaf konunni sinni handsápubrúsa sem að hægt er að skrúfa á vegg og vakti víst enga lukku. Spurning hvort að hún fær klósettbursta í stíl næsta ár!!!
Annars slær ekkert út mann sem maddaman heyrði af þegar hún var á Patró. Heimilisfaðirinn splæsti nýju Gustavsberg á frúna í tilefni fæðingu frelsarans!!!! Þeir hefðu ekki þurft að kemba hærurnar hjá maddömunni!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, það er náttúrulega alveg ömurlegt að vera með handsápubrúsa og klósettbursta sem eru ekki í stíl. Spurning bara hvort að maðurinn sé ekki þar með búin að redda afmælis og jólagjöfum næstu árin. Kaupa barasta allt inn á baðið í sömu línu... klósettbursta, hengi fyrir klósettrúllu, tannburstaglas og saa videre.... Þori að veðja að konan verður með fullkomið baðherbergi eftir nokkur ár;)

RT

SBS sagði...

Var ekki búin að athuga þann möguleika, ég ætti kannska að þiggja heimboðið og tékk it át???