föstudagur, janúar 20

Þorraþræll....

Til hamingju með bóndadaginn sauðfjárbændur og aðrir húsbændur. Vona að allir hafi dregið brókarskálm sína þrjá hringi kringum íbúðarhúsið í morgun og boðið þorrann velkomin eins gamlar hefðir bjóða. Maddaman er hinsvegar ansi glöð yfir því að hafa ekki þurft að hlaupa á brókinni kringum Eyrasundsgarðana því að það er aftur komin snjór. Maddömuna sárlangar í þorramat en fær sig hamið þartil vér Hafnarbúar blótum þorrann þann 11. febrúar!

Engin ummæli: