Það er held ég bara skynsamleg ákvörðun hjá maddömmunni að sigla heim á leið síðsumars!!!
Í morgun gerðist hún nefnilega verulega dönsk...og reif sig upp til að fara í matvörubúðina en í tilefni 25 ára afmælis hennar (danskir supermarkaðir eiga verulega oft stórafmæli) var verið að selja alkyns viðbjóðslegt drasl á sportprís og þar á meðal pappakassa sem eru sérstaklega ætlaðir til flutnings. Þeir kostuðu 10 kall stykkið en kosta vanalega 20 til 25 kall stykkið, aukinheldur er langt að fara til að verða sér út um þetta hvunndags.
Maddaman mætti galvösk og hamstraði sér 25 stykki af kössum og hlóð á kerru og brunaði með gegnum búðina. Afþví að maddaman er nú kona sem stendur prýðilega upp úr stígvélunum sínum þá ímyndar maddaman sér að þetta hafi verið gríðarlega vígaleg sjón þar sem pappakassarnir útflattir þurftu að liggja ofan á körfunni. Svo þurfti að skáskjóta þeim fram hjá kassanum og kemur þá ekki einn lítill pervisinn kall og ætlar að potast við að hjálpa maddömunni ig réttir hennir 3 kassa í einu!!!! Maddaman þakkaði pent fyrir og reif upp 10 kassa í búnti áður en kallinn kæmist meira í að gaufa við þetta. Honum leist ekkert á þessi læti og hélt sér bara til hlés. Svo upphófst aksturinn á kerunni heim, vegfarendur spáðu hrakförum og glottu að þessum tilburðum. Fyrir tilstilli kínverjakonunnar- og hér fær öll kínverska þjóðin kredit (var víst eitthvað að kvarta yfir þeim um áramótin!!) þá komst maddaman klakklaust gegnum hliðið við garðana og blessuð konuna hjálpaði aftur þar sem böðlast var gegnum útidyrnar.
En það voru fleiri í kassakaupum og önnur kona sem varð vitni að þessum látum var alveg yfir sig hrifin af þessu hvað maddaman væri ráðagóð, hún hafði hringt á manninn sinn til að koma aðvífandi til hjálpar.
Maddaman sagði að í sínu tilfelli væri ekkert hægt að hringja á neinn mann, því að hún ætti engan og engin þöf fyrir hann og ekkert nema bölvað vesenið út úr því að hafa að vera með svoleiðis inn á heimili! Konan var alveg gapandi yfir þessum yfirlýsingum og láir maddaman henni það ekki!
Hins vegar eru komnir splúnkunýjir nágrannar á ganginn sem að maddaman heldur að hljóti að vera vampýrur því að þeir eru bara á ferðinni á nóttunni og reykja alveg eins og djöflar bæði á nóttu sem degi.
sunnudagur, janúar 8
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Jiminn kommentakerfið er komið aftur bara út af tuðinu...!!!!
Skrifa ummæli