miðvikudagur, júní 8

Omygodomygod

Jæja ævintýrum maddömunnar lýkur aldrei og það er ólýsandi hvað hún ratar í! Maddaman skaust aðeins út í sjoppu áðan. Maddaman hefur verslað í sömu sjoppunni meira og minna síðan hún flutti hingað og sami maðurinn alltaf ráðið ríkjum og var þeim vel til vina! En í vetur ákvað hann að færa sig um set og í staðinn kom annar pakistani algerlega ótalandi á allar tungur en hægt að gera sig skiljanlegan með handapati. Nema hvað í kvöld kemur maddaman og ætlar að eiga við hann viðskipti og hann kemur æðandi úr bakherberginu og segir maddömunni að hún verði að koma og sjá svolítið, hann sé í svo miklu uppnámi. Maddaman er nú ekki spennt fyrir að æða með ókunnugum mönnum inn í bakherbergi en áður en hún vissi var hún komin þangað inn. Þá hafði hann gleymt að loka glugga um helgina og óboðnir gestir stolið sígarettum og slíku úr búðinni. Inn í þetta fléttaði hann brot af ævisögu sinni á óskiljanlegri ensku með dönskum hrein og vildi ólmur kynnast ævisögu maddömmunar, sagði henni af vinaleysi sínu í Danmörku og hvernig Kóraninn fúnkeraði og að það væri miklu betra að búa í Hong Kong af því að þar væri maður aldrei einn og að hann væri flínkur að búa til mat. Einnig fórum við létt í gegnum bókhald búðarinnar og stöðuna á einkareikningnum hans, ásamt því að hann sýndi mér seðlaveski sjoppunnar sem eru allavega þrjú og mun þykkri en mitt! Maddaman vissi ekki sitt rjúkandi ráð og endaði með að hún sagðist hafa lofað manninum sínum að vera fljót i ferðum! Þá vildi Pakistaninn vita hverslags nískupúka hún hefði tekið saman við, fyrst að maddaman væri ekki með hring á hendi. En það eru skýringar á öllu hér í lífinu og maddaman var svo ólánssöm að týna fína hringnum frá manninum sínum!!! Með þetta forðaði maddaman sér og það er ljóst að hún mun verða að beina viðskiptum sínum eitthvað annað í framtíðinni og setja upp hringinn góða!

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvur veit nema að Breiðumerkurbóndanum leggist eitthvað til með "mislita" tengdasyni. Hann hefur nú alltaf haft gaman af flekkóttu.
Kveðja
dis sys (sauðfjárbóndi m.meiru)

Nafnlaus sagði...

Það er ekki ofarlega á dagskrá hjá mér að uppfylla þá frómu ósk hans! Hins vegar gætu langömmubörnin hans orðið mislit......,o)
kv.Maddaman

Inga sagði...

:D :D :D :D :D :D :D :D