Sá næstyngsti af fimm afkomendum Sumarhúsabóndans og konu hans er 17 ára í dag. Maddaman gleymir aldrei þegar hún sá þetta litla stýri í fyrsta sinn. Maddaman var búin að hlakka mikið til komu hennar og gera sér rómantískar hugmyndir um dökkhært hárprútt barn, sem jafnvel myndi skarta slaufu við hátíðleg tækifæri eins og td. skírnina!
En eins og allar óraunhæfar væntingar sem að fólk hefur í lífinu þá stóðust þær ekki. Hún var nauðasköllótt og grettin og þrútin og maddömunni fannst hún bara alls ekki nógu snotur og bar það varlega upp við maddömumóðurina hvort að hún yrði alltaf svona rauð og grettin. Maddömmumóðirin sú lífsreynda kona taldi allar líkur á því að hún myndi jafna sig! Þrátt fyrir vonbrigði fyrstu kynna urðu maddaman og hún fljótt miklir mátar! Tíminn hefur aldeilis ekki staldrað við og nú er hún orðin fullorðin og dugleg stúlka, búin með einn vetur í menntaskóla og komin í vinnu! Maddaman og Jökullinn eru hins vegar næst í röðinni að reyna að fjölga afkomendum Sumarhúsabóndans, þau sýna þó litla tilburði til þess enda seinþroska bæði tvö!!!
miðvikudagur, júní 1
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Sæl frænka
Sá mig knúna til að skilja eftir mig slóð þó ekki væri nema bara til að segja þér að árleg netnotkun Björgvins Geirssonar náði sögulegu hámarki rétt í þessu. Ég stillti kalli nefnilega upp fyrir framan skjáinn, kenndi honum á þar til gerða örvatakka og sat hann síðan og skemmti sér við að lesa skrif þín.
Allir hér á Selásnum biðja að heilsa þér og okkur þætti vænt um að þú bærir Margréti Þórhildi líka kveðju næst þegar þú hittir hana.
Bestu kveðjur
Elsa Guðný
Sæl sömuleiðis frænka, ég býð Björgvin frænda minn og ættbálkinn allan velkomin í netheima! Það kemur
skemmtilega á óvart að menn nenni að lesa þetta, sem að í fyrstu var hugsað fyrir mig til æfingar í að skrifa íslenskuna. Það er nefnilega farið að bera á því endrum og sinnum að ég heyri íslenskt orð sem að ég er búin að "gleyma" og þykir mér það slæmt! En ég reikna fastlega með að Margrét Þórhildur drepi í Camel filterslausum og varpi kveðjunni til baka!
Bestu kveðjur Seljan
Skrifa ummæli