Maddaman hefur alveg gleymt að segja lesendum sínnum frá súrrealískri upplifun sem að hún varð fyrir á dögunum í matvörubúðinni. Maddaman var nefnilega í betri búðinni þangað sem að hún fer þegar fer að vanta ýmsar nýlenduvörur eins og sinnep og sólþurkaða tómata og svona.
Nema hvað að maddaman trítlar um í búðinni með sína körfu og svona og er að potast við að láta ofan hana í eitt og annað ( það er ekki eins bágt orðið ástandið hjá maddömunni og ónefndum hjónum sem að hún man eftir versla í kaupfélaginu, þar sem að konan lét vörurnar í körfuna og maðurinn raðaði þeim í hilurnar aftur því að hann var aðhaldssamur maður!!!)
Á undan maddömunni víxlast maður á óræðum aldri í flauelsbuxum með lonníettur tautandi eitthvað fyrir munni sér! Maddaman er nú ekkert að stúdera hann sérstaklega fyrst um sinn en saman flækjast maðurinn og maddaman nú þarna um rekkana. Svo þegar komið er að mjólkurkælinum er komið að því að maddömuna bráðvantar egg. Þá er Flauelsbuxi lagstur á kælinn og rýnir þarna á eggin og tuldrar alltaf eitthvað fyrir munni sér. Maddaman reynir að finna sér það til dundurs að kynnast nýjum kextegundum og eitthvað fleira að gaufa, en allt kemur fyrir ekki maðurinn liggur ótrauður á eggjunum. Maddömunni sárleiðist þetta þóf og hefur engan tíma til að bíða eftir að maðurinn ungi út 400 og eitthvað eggjum og fer nú að þoka sér í átt að kælirnum. Þá áttar maddaman sig á þessum búkhljóðum, maðurinn er að dunda sér við að gagga þarna við kælirinn og það er ekkert svona smávegis gagg, heldur bara eins og gömul ítölsk varphæna á seinna hundraðinu!! Maddaman sá í hendi sér afhverju honum hafði gengið svona seint að paufast inn búðina, það er nú ekkert smá verk að fara gegnum allt dýraríkið og gefa frá sé viðeigandi hljóð!
föstudagur, júní 3
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Forðastu þetta "kaupfélag" - ég er hrædd um að þar sé slæmur félagsskapur fyrir ungar stúlkur - og alls ekki segja þessum flauelisbuxnamanni frá ættmennum þínum á Ísalandi sem leggja stund á dýrahald "live".
Gaman þótti mér að sjá að Björgvin frændi okkar sé orðin einn af þínum tryggu lesendum - heyri kannske í þér um helgina ef ég sé í stuði......kveðja sys
hvernig í ands.stendur á þessi "hnyttnu" comment mín hanga svona e.staðar til hliðar - þó er tækniþekking mín fullkomin við að troða þeim inn "#$%&/( sys
Skrifa ummæli