miðvikudagur, júní 22

Blogglægðir

Maddaman er búin að vera í gríðarlegri blogglægð undanfarið enda kverkaskíturinn nýfarinn og ekki víst að hann sé farinn forgúd! Góðvinur maddömunnar haraldur fór hins vegar forgúd í gær heim á fagra Frónið og ætlar að eigin sögn aldrei að snúa aftur eins og Gunnar forðum!
Maddaman náði sér hins vegar upp úr blogglægðinni í dag þegar hún lærði skelfilegt nýtt íslenskt orð sem er píkutryllir og var orðið víst notað um samtímamann maddömunnar bakarastubbinn Jóa Fel. Maddaman reiknar þó ekki með að hún muni slá mikið um sig með þessu nýja orði en hún er ekki mikið fyrir að nota nýyrði og aukin heldur eru kannski ekki mörg tækifæri til að viðra þetta orð!

Engin ummæli: