sunnudagur, desember 17
Køben kallar....
Ég verð að viðurkenna að ég hlakka eiginlega meira til þess að fara til Kaupmannahafnar um miðjan janúar heldur en jólanna, veit ekki hvort að það er mjög guðlegt að hlakkka svona til að komast á útsölurog chilla í borginni minni en.......fataskápurinn er orðinn eitthvað svo tómlegur með haustinu. En jú auðvitað verður notalegt að vera á Íslandinu um jólin það er ekki það. Það snjóar jólasnjó akkúrat núna og voðalega huggulegt inniveður. Kötturinn í húsinu á móti situr í glugganum og skoðar jólaljósin afskaplega spekingslegur og ég er enn í náttbuxunum góðu.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli