laugardagur, desember 9
ógisslega spennnandi............
Orðið steiktur öðlaðist alvega nýja merkingu í mínu lífi í dag. Ég þurfti að hlaupa aðeins í snyrtiv-rubúð og ákvað að gera það í snyrtivörubúð í Kópavogi fyrst að ég var stödd þar. Nema hvað að ég fer að skoða þarna og eigandinn kemur og er mjög kammó og sýnir mér eitt og annað. Í miðjum klíðum kemur einhver stúlkuálfur inn og eigandinn setur hana lauslega inn í afgreiðsluna á mér og fer svo. Ég ákveð mig svo meðan hún er að aðstoða mann sem var að leita að einhverju handa "konunni minni sem á allt"! Síðan kem ég og bið um að þessu sé pakkað í gjafaöskju. Þá byrjaði nú ballið. Stúlkan fann ekki gjafaöskjurnar....þó að hún færi um búðina eins og stormsveipur og togaði út allar skúffur sem hægt var að sjá, um tíma hélt ég að hún væri að bíða eftir því að skreppa saman svo að hún gæti sjálf skriðið ofana í eina skúffuna fyrir framan peningakassann. Ég benti henni þá á öskjurnar sem voru í stafla á borðsenda og spurði hvort að hún gæti ekki notað eitthvað af þeim. Þá var askjan of lítil og hún panikaði yfir því og ég lóðsaði hana í stærri gerðina. Svo hljóp hún um í búðinni inn í bakherbergi að leita að silkipappír og svo þegar hún fór að græja öskjuna þá bara fann hún ekki borðann sem lá þarna beint fyrir framan hana. Ég aðstoðaði með borðann og meðan öllu þessu stóð talaði stúlkan stanslaust um einhverja hluti sem að ég skildi alls ekkki. Glefsur úr hvað verður fínt í nýju búðinni, ilmvatnið sem maðurinn ætlar að gefa henni í jólagjöf, hvað hún hlakkar ógisslega til jólanna og hvor ég væri ekki ógisslega spennt fyrir jólunum og eitt og annað var ógisslegt.En ég fílaði mig sem áttræða þegar ég gekk út og hugsaði bara "blessað barnið"!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli