fimmtudagur, nóvember 23

Mjúkt og hlýtt

Maddaman var spurð að því í dag hvað hana langaði i jólagjöf og varð að viðurkenna að hún hafði ekki velt því fyrir sér. Það er einhvern veginn ekki eins spennandi að óska sér jólagjafa þegar maður er hættur að vera smákrakki og á ekki kærasta/mann til að óska sér einhvers spennandi frá (reyndar er það víst gríðarlegt happdrætti bæði með mennina og jólagjafirnar!!!)
En ef að maddaman ætti að nefna eitthvað þá langar hana í eitthvað hlýtt og mjúkt. Það er svoooo kalt í Rvk. Maddaman mátaði t.d. voða fínar flísbrækur frá 66 og það er hrollur í maddömunni.

2 ummæli:

Olga sagði...

Í viðtali við fróðan mann í Fréttablaðinu um daginn lét hann hafa eftir sér að lítið hafi verið um hagamýs í haust og vetur. Samkvæmt hans kenningum er það vísir á harðan og óvenju kaldan vetur. Þannig að það er eins gott að fá e-h hlýtt og mjúkt í jólapakkann í ár. Þetta hlýja og mjúka mætti alveg vera kærasti, en ég sætti mig við ullarfrottebol ;)

Olga

SBS sagði...

Amm þetta er forn speki. Hugsa að það verði auðveldara að skipta út frottébolnum ef reynist illa;O)
Kv.