Maddaman fékk góðan mann í heimsókn með borasettið sitt sem boraði 4 göt fyrir hana og síðast ekki síst setti hann upp þesssa glæsilegu ljósakrónu fyrir maddömuna. Hinsvegar voru ekki til perur í hana en maddaman fór og keypti þær áðan. Perurnar reyndust kosta tæp 10% af verði ljósakrónunar. Maddaman vonar að þær fari ekki að springa á 6 mánaða fresti en þá verður hún búin að leggja út sem svarar andvirði nýrrar ljóasakrónu eftir svona 6 ár!!!
Segið svo að maddaman kunni ekki hagfræði. Annars er allt vel á Ásvallagötunni og afskaplega bjart hreint í stofunni. Næsta verkefni verður að draga í ógeðslega flottu sixties ljósin sem maddaman keypti á loppumarkaði fyrir utan Esbjerg í sumar á 1000 kall íslenskar! Þau er rauð og passa vel við rauða sófasettið. Allt í stíl hérna.
Maddaman var ansi stóreygð þegar hún sá jólaljósin í Kringlunni í gær þegar hún ók á drossíunni framhjá. Maddaman hélt að þetta ætti ekki að koma fyrr en 1. desember. Svo sýndist henni vera komnar jólasmákökur í Krónunni áðan. Maddaman er ekki mikið fyrir að jóla fyrr en í desember. En það er kannski vegna þess að maddaman þarf svo lítið að jóla. Samning jólabréfsins fræga fer aldrei fram fyrr en undir miðjan desember( ásamt ljúfu glasi af rauðvíni) , yfirleitt bara svo að það næði í síðasta póst til Íslands. Jólagjafirnar eru yfirleitt keyptar jafnt og þétt, stundum sú fyrsta í ágúst, fjölskyldan aukin heldur lítil. Skúringarnar í 28 fermetrunum fóru ævinlega fram á Þollák með jólakveðjurnar í beinni og svo veiddi maddaman í matinn sama dag og það sem gleymdist daginn eftir. Jú og svo föndrar maddaman alltaf aðventukrans.
fimmtudagur, nóvember 9
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli