Maddaman heldur að hún hafi skandaliserað smá í kvöld......!
Í hliðinu inn í búningsklefann í Hreyfingu í kvöld voru axlir sem að maddömunni fundust gríðar kunnulegar. Þessum öxlum tilheyrði bæði haus og búkur sem að maddaman taldi sig tilheyra gömlum kennara sínum. Þess vegna heilsaði maddaman manninum öllum með kurt og pí og sagðist hafa þekkt baksvipinn. Maðurinn var með tösku svo óhönduglega vafða utan um heilsihendina þannig að maddaman knúsaði hann bara og fannst hann fara full mikið fram hjá sér við það. Svo segir maðurinn: Já hvað er eiginlega langt síðan og maddaman svarar að það séu ein 10 ár sem er lygi...það eru allavega 13 ár síðan hann kenndi maddömunni ásamt tug sturlaðra borgfirðinga á Eiðum. En maddömunni fannst fylgja þessu einhver tvíræður svipur og er eiginlega bara alveg í vafa um hvort að þetta var kannski bara bláókunnugur maður og alls ekkert gamli kennarinn hennar! Samt er maddaman gríðarlega mannglögg og á bágt með að trúa því að henni hafi skjöplast!
mánudagur, nóvember 13
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Okei, nú er ég forvitin.. ekki varstu að knúsa Emil????
Nauts...enda var hann ráðsettur dönskukennari á Ísafirði síðast þegar ég vissi. Taldi mig vera að knúsa Helga.....!
Skrifa ummæli