Maddaman hyggede sig upp á danskan máta áðan, fór og settist á Súfistann sem er eitt uppáhaldskaffihús maddömunnar bara ekki um helgar þegar barnaskríllinn er þar. Maddaman hefur samt síður en svo á móti börnum, finnst bara að það gæti verið sérstakt bókahorn fyrir blessuð börnin og annað horn fyrir maddömunna og fólk af hennar kalíber.
Maddaman endaði á að sitja í tvo tíma og lesa alla bókina um hana Karítas eftir Kristínu M Baldursdóttur. Renndi lauslega gegnum nýju ljóðabókina hans Einars Más sem að maddaman kann vel að meta. Maddaman er búin að sjá að það er miklu betra að lesa bækurnar þarna en að fara á bókasafnið. því að nýju bækurnar eru alltaf útláni þar. Maddaman hefur lesið bækur í bókabúðum í öðrum löndum. Í henni Ameríku, í bókabúð í Sacramento las maddaman ævisögu Hillary Clinton og bróðurpartinn af ævisögu Bill Clinton. Í bókabúðinni Bog&Idé í Amagercentrinun las maddaman margar góðar bækur, meðal annars ævisögu Anders Fogh Rasmussen og líka bók sem María nokkur Hirse gaf út.
fimmtudagur, nóvember 2
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Það eru nú ekki margir sem að geta lesið heila ævisögu á 2 klukkutímum. Man vel eftir einum af okkar Amagercenter ferðum þá stakkst þú upp á því að kíkja aðeins í Bog&Idé því þú áttir bara eftir tvo kafla í Maria Hirse bókinni... þetta kallar maður sparnað;)
RT
Sæl maddama góð og þakka þér fyrir síðast, þ.e örstutta og óvænta stund stund í Færeyjum.
Hef fylgst með þér hér á laun í nokkurn tíma og skemmt mér vel yfir skrifunum þínum. En þegar ég sé að þú hefur verið að glugga í Karítas - án tiltils þá get ég ekki orða bundist og kem upp um njósnirnar.
Karítas er ein best skrifaða skáldsaga sem ég hef lesið hingað til - hún heillaði mig upp úr skónum.
Kveðja,
Anna Björk
Það er varla að ég trúi því að hægt sé að lesa bókina um Karitas á tveim tímum. Ég var mörg kvöld að lesa þessa sömu bók og þykist nú vera sæmilega hraðlæs.
Kv. Elísabet
Það er alltaf gaman þegar menn koma út út skápnum og takk sömuleiðis fyrir síðast Anna Björk og jú það reyndist alveg mögulegt að lesa Karítas á tveimur tímum Beta;O)
kveðja maddaman
Skrifa ummæli