sunnudagur, febrúar 19

Jólahlaðborð.....

Maddaman var á mjög síðbúnum jólafrokosti í gærkveldi með hinum pamperunum á stúdentagörðunum. Það var teiti mikið og drukkið stinnt og gratis og ekkert gleður danskar sálir meira. Það sem einkennir svona julefrokost er það að menn virðast vera mjög spenntir fyrir því að prófa önnur rúm en sín eigin og virðast ekkert vera að stressa sig yfir svona pjatti eins og giftingarhringjum og öðrum óformlegri hjúskaparsáttmálum. Svo var einnig raunin í gær. Maddaman var hinsvegar með vaktsímann og eftirtektina í lagi og var hvíldinni fegin í rúminu frá Lars Larsen!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég trúissuekki. Bloggaru kona, og skildir aldrei eftir svo mikið sem eins vísbendingu um það á rolluni.

Öss...

SBS sagði...

Hehe upphaflega átti þetta að vera leyniblogg....en nú koma hér 30 til 40 manns á dag og enginn af þeim gerir grein fyrir sér á kommentakerfinu þannig að ætla má að fiskisagan hafi flogið......