föstudagur, febrúar 17

Risinn upp frá dauðum......

Maddaman telur sig vera að mestu leyti upprisna;O)
Þó er sennilega rétt að ganga hægt um gleðinnar dyr...og halda sig heima að undanskildu einu erindi niður í bæ sem að verður að sinna í dag eða á morgun! Einnig væri gott að reyna að taka upp samstarf aftur við Pál og félaga....það hefur legið í láginni alla þessa viku. Hér er einnig gríðarlegt verk fyrir höndum að breyta þessu sjúkraskýli í mannabústað...og það stendur líka til að þrífa eldhúsinnréttinguna í allra nánustu framtíð. Maddaman ætlar meðal annars að hlaða knörr sinn með einu stykki uppþvottavél sér til hressingar þegar siglt verður yfir hafið. Maddaman er mettuð af uppvaski fyrir lífstíð og vill heldur nota tíma sinn í að lesa góða bók;O)
Þar hafið þið það....

1 ummæli:

Elsa sagði...

Sammála með uppvaskið. Mér hryllir vil tilhugsunina um allan þann tíma sem maður hefur eytt í að vaska upp óhreint leirtau. Þó dreg ég ekki í efa að ég hafi gert muna minna af því en formæður mínar og staðið mig mun verr. En það er nú bara þannig.

Það er bara ekkert leiðinlegra en að vaska upp!

Kveðja úr norðlenskri snjókomu
ElsaGuðný